Kálfshamarsvík
Kálfshamarsvík
Fréttir | 29. júní 2021 - kl. 08:03
Hreinsunarátak í Kálfshamarsvík

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð stendur fyrir hreinsun í Kálfhamarsvík á morgun, miðvikudaginn 30. júní klukkan 13. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og að lokinni hreinsun verður boðið upp á grillveislu í Skagabúð.

Haft er eftir Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur, oddvita Skagabyggðar og gjaldkera Heklu, í Feyki.is að tekin hefði verið ákvörðun að fara í hreinsunarátakið vegna þess að seinustu tvö ár hafi ekki verið týnt rusl í víkinni.

Hreppsnefnd Skagabyggðar samþykkti nýverið að styrkja Kvenfélagið Heklu um 100.000 krónur vegna framtaksins og leggja til Skagabúð undir grillveisluna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga