Fréttir | 30. júní 2021 - kl. 00:20
Sveitarstjórn Blönduósbæjar óskar eftir formlegum viðræðum um sameiningu

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að óska formlega eftir viðræðum við sveitarstjórn Húnavatnshrepps um sameiningu sveitarfélaganna byggða á þeirri miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram. Þá telja fulltrúar sveitarstjórnarinnar að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar.

Óskað er eftir því að sveitarstjórn Húnavatnshrepps taki eins fljótt og hægt er afstöðu til beiðnarinnar.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga