Blíðskaparveður í Þórdísarlundi
Blíðskaparveður í Þórdísarlundi
Fréttir | 02. júlí 2021 - kl. 08:43
Tiltekt í Þórdísarlundi

Árleg ferð Húnvetningafélagsins í Reykjavík norður í Þórdísarlund í Vatnsdal var farin 19. júní síðastliðinn. Tilgangur ferðarinnar var að hreinsa til, slá gras, setja kurl á stíga, bera á timburverk, tengja klósett og vaska, saga dauðar greinar og lagfæra ýmislegt. Svo var auðvitað kveikt upp í grillinu, kvöldverður snæddur, sungið og haft gaman.

Sagt er frá þessu á facebooksíðu Húnvetningafélagsins þaðan sem meðfylgjandi myndir eru fengnar en á síðunni má sjá fleiri myndir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga