Fréttir | 06. júlí 2021 - kl. 09:24
Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíðin á Ströndum verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa, helgina 9.-11. júlí. Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis. Einnig er frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi en það er ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Svo er frábært tjaldsvæði á Hólmavík þar sem er rafmagn og ýmsir gististaðir í nágrenninu.

Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra.

Dagskrá:

Föstudagur 9. júlí
17:00 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) í Sævangi
19:00 Frábærir fjölskyldutónleikar með Sauðatónum
20:00 Náttúrubarnakviss: Spennandi spurningaleikur fyrir alla fjölskyldunna

Laugardagur 10. júlí
12:00 Núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti
13:00 Mögnuð töfrasýning með Einari Aroni
13:30 Náttúrufjör: Bogfimi, Strandahestar, eldsmiðja, opið hús í tilraunastofunni, náttúrubingó, grillaðar pylsur og fleira
15:00 Furðufuglasmiðja með Þykjó
16:30 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
17:30 Klassískir útileikir í Sævangi
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu (grænmetis og ekki)
20:00 Kvöldskemmtun með Gunna og Felix
21:30 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu

Sunnudagur 11. júlí
11:00 Náttúrubarnajóga
12:00 Stjörnu Sævar og undur jarðar
13:00 Benedikt búálfur og Dídí mannabarn
13:30 Náttúrusmiðja með Arfistanum
15:30 Fjölskylduplokk

Náttúrubarnahátíð 2021 er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða, Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda og Orkubúi Vestfjarða.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga