Húnabjörg
Húnabjörg
Fréttir | 07. júlí 2021 - kl. 10:43
Bátur strandaði við Finnstaðanes

Björgunarsveitin Strönd var kölluð út í gær vegna strandveiðibáts sem strandaði við Finnstaðanes norðan við Skagaströnd síðdegis í gær. Báturinn var á landleið úr róðri en endaði í grýttri fjöru og sat fastur. Húnabjörgin dró bátinn til Skagastrandar og var hann töluvert siginn að framan þegar þangað var komið. Einn maður var um borð og slasaðist hann ekki.

Myndir af bátnum og björgunaraðgerðum má sjá á vef mbl.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga