Fréttir | 07. júlí 2021 - kl. 17:28
Biskupsbeygjan heyrir sögunni til

Biskupsbeygjan í sunnanverðri Holtavörðuheiði heyrir nú sögunni til. Opnað hefur verið fyrir umferð á nýjan vegarkafla um Heiðarsporð í staðin en þar hafa framkvæmdir staðið yfir síðan í fyrra. Biskupsbeygjan var kröpp og þurftu vegfarendur að hægja verulega á ferð sinni til að ná beygjunni.

Framkvæmdin er eitt þeirra verkefna sem var flýtt í átaki ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, en samkvæmt upphaflegri áætlun áttu framkvæmdir ekki að hefjast fyrr en í ár.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hámarkshraði tekinn niður í 50 km/klst á þessum vegkafla enda er þar nýlögð klæðning og eru vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmörkun og sýna tillitssemi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga