Fréttir | 08. júlí 2021 - kl. 15:14
Lausasölulyf til sölu í Staðarskála

Nú er hægt að fá lausasölulyf í Staðarskála en hingað til hafa vegfarendur um þjóðveg eitt þurft að fara tugi kílómetra til að sækja þjónustuna. Sama gildir um íbúa í Hrútafirði og nærsveitum. Í tilkynningu frá N1 segir að viðtökurnar hafi verið góðar en salan hófst í byrjun þessa mánaðar.

Íbúar í Hrútafirði og nærsveitum hafa þurft að keyra eftir lausasölulyfjum annað hvort á Hvammstanga (34 kílómetrar) eða í Borgarnes (90 kílómetrar). En nú er sem sagt orðin breyting á og hægt að nálgast þessar vörur í Staðarskála. „Við erum auðvitað mjög ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar, íbúum í Hrútafirði og nærsveitum, upp á þessa mikilvægu vöru,“ segir í tilkynningunni frá N1.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga