Fréttir | 10. júlí 2021 - kl. 15:56
Húnvetningar í föstudagsþætti N4

Í föstudagsþætti norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 er rætt um komandi Húnavöku. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar, mætti í þáttinn og sagði frá því helsta sem verður á dagskrá hátíðarinnar. Þá var einnig fjallað um samsýningu listamanna í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum sem opnuð var í dag.

Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir og Erla Einarsdóttir sögðu frá hugmyndinni að sýningunni sem ber nafnið Þórdís – fyrsti Húnvetningurinn.

Umfjöllun um Húnavöku má sjá hér.

Umfjöllun um samsýninguna í Listakoti Dóru má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga