Hressir Hvatarkrakkar. Mynd: FB/Erla Jakobs.
Hressir Hvatarkrakkar. Mynd: FB/Erla Jakobs.
Fréttir | 12. júlí 2021 - kl. 09:49
Frábær stemning á Smábæjarleikunum

Smábæjarleikarnir fóru fram í blíðskaparveðri á Blönduósi um helgina. Um 400 keppendur mættu til leiks og fjölmargir aðstandendur þeirra. Um 70-80 sjálfboðaliðar aðstoðuðu knattspyrnudeild Hvatar við hin ýmsu störf á mótinu sem nú var haldið í sautjánda skipti. Stemningin á mótinu var frábært og mikið fjör í bænum sem líklega náði hámarki í íþróttahúsinu á laugardaginn þegar Jógvan og Friðrik Ómar komu fram. 

Mótið tókst vel að vanda og fóru allir, keppendur, þjálfarar, aðstandendur og aðrir gestir, glaðir til síns heima að lokinni verðlaunaafhendingu og grillveislu í gær.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga