Fígúrudagur í dag
Fígúrudagur í dag
Fréttir | 15. júlí 2021 - kl. 10:01
Húnavökuhelgin hafin

Fyrsti dagur Húnavöku er runninn upp í blíðskaparveðri á Blönduósi. Veðurspáin er góð fyrir komandi daga, skínandi sól og allt að 20 stiga hiti en eitthvað gæti rignt á morgun. Í dag og kvöld ætla Blönduósingar í þéttbýli og dreifbýli að drífa sig út og skreyta hús sín hátt og lágt með skemmtilegum og frumlegum fígúrum. Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið, frumlegustu og flottustu fígúruna og fyrir götuna með flestar fígúrurnar.

Íbúar eru hvattir til að skella upp í götugrill þegar búið er að skreyta. Í kvöld verður Bjórbingó í Félagsheimilinu þar sem fjöldi spennandi vinninga er í boði. Aldurstakmark er 18 ár, aðgangseyrir 1.000 krónur og eitt spjald innifalið.

Dagskrá Húnavöku er fjölbreytt að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga