Talían sem Léttitækni gaf. Mynd: FB/Valdimar Guðmannsson
Talían sem Léttitækni gaf. Mynd: FB/Valdimar Guðmannsson
Fréttir | 15. júlí 2021 - kl. 10:28
Góð gjöf frá Léttitækni

Léttitækni gaf nýverið Kirkjugarði Blönduóss talíu. Hún kemur sér afar vel þegar laga þarf undir legsteinum í garðinum sem farnir eru að hallast, enda sumir ansi þungir. Talían var strax tekin í notkun þegar laga þurfti undir einum legsteini og var umsjónarmaður garðsins og formaður stjórnar hans sammála um að þetta ágæta tæki stæði vel undir nafni og létti verulega undir við framkvæmdina.

Stjórn kirkjugarðsins þakkar eigendum Léttitæknis kærlega fyrir gjöfina, sem er ekki sú fyrsta frá þeim. Mörg fyrirtæki á Blönduósi hafa hjálpað til við þær framkvæmdir sem hafa staðið yfir í garðinum frá árinu 2018 og fá þau einnig þakkir, sem og allir þeir einstaklingar sem stutt hafa kirkjugarðinn, nú síðast um 60 manns sem gerðust sérstakir kirkjugarðsvinir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga