Tilkynningar | 13. ágúst 2021 - kl. 18:51
Kjörbúðin Blönduósi - Umsjón með bakaríi
Tilkynning

Kjörbúðin Blönduósi leitar að umsjónarmanni bakarís, en um er að ræða fullt starf. Starfið krefst þess að starfsmaður vinni sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar og geti auk þess forgangsraðað verkefnum. Umsóknarfrestur er 21. ágúst 2021.

Helstu verkefni

  • Umsjón með bakaríi – bakstur
  • Utanumhald um gæði bakarís
  • Áfyllingar á vörum
  • Pantanir á vörum
  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Almenn verslunarstörf

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund
  • Sjálfstæði
  • Snyrtimennska
  • Reynsla af verslunarstörfum er kostur
  • Skipulögð vinnubrögð

Samkaup hf. hlaut Menntasprota atvinnulífsins 2020 og hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu.

Samkaup hf. rekur yfir 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru: Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland og Samkaup strax. Hjá félaginu starfa um 1300 starfsmenn í rúmlega 700 stöðugildum.

Sótt er um starfið hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga