Fréttir | 17. ágúst 2021 - kl. 20:16
Íslandsmótið í Norrænu Trappi á Blönduósi

Skotfélagið Markviss heldur annað árið í röð Íslandsmót í haglabyssugreininni Norrænt Trapp og fer það fram á skotsvæði félagsins helgina 28.-29. ágúst. Mótið er haldið með fyrirvara um framgang kórónuveirufaraldursins og takmarkanir tengdum honum. Félagsmenn Markviss ætla að gera sitt besta til að mótið verði hið glæsilegasta og vonast þeir til að sjá sem flesta keppendur þessa helgi.

Mótsgjald er kr. 9.000 en keppendur í unglingaflokki þurfa ekki að greiða gjaldið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga