Mynd: ruv.is
Mynd: ruv.is
Fréttir | 17. ágúst 2021 - kl. 20:59
Merkur fornleifafundur á Þingeyrum

Gullhringur og höfuðfat eru meðal muna sem fannst við uppgröft á rústum Þingeyraklausturs nýverið og sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Rætt var við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands en hún stýrir verkefninu sem hófst árið 2014. Rannsóknirnar miðuðu þá einkum að því að komast að hvar klaustrið stóð en það var stofnað sirka árið 1133 og var rekið til siðaskipta árið 1551.

Það var svo í síðustu viku sem fornleifafræðingar fundu veglega gröf þar sem talið er að Jón Þorleifsson, einn klausturhaldara, hafi hvílt. „Þegar gröfin var opnuð, þá kom í ljós að þessi einstaklingur sem þarna var grafin bar hring úr gulli, þetta er svona innsiglishringur sem er með ákveðnu tákni og það leiddi okkur á sporið um hver þetta gat verið. Hann var líka með forláta húfu á höfði. Jón lést árið 1683, aðeins 26 ára gamall. Faðir Jóns var einnig mjög þekktur, Þorleifur Kortson og þá fyrir galdrabrennurnar á Ströndum en hann bjó hér hjá syni sínum þegar hann lést 1683 og hefur sjálfsagt séð um þessa veglegu útför,“ sagði Steinunn í fréttum Ríkisútvarpsins.

Sjá nánari umfjöllum um málið hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga