Mynd: ruv.is
Mynd: ruv.is
Fréttir | 18. ágúst 2021 - kl. 10:43
Fylgi flokka í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup á fylgi stjórnmálaflokka fengi Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi ef kosið yrði í dag eða 24%. Vinstri grænir fengju 16,1%, Framsóknarflokkurinn 15,8%, Píratar 12%, Miðflokkurinn 11,2%, Samfylkingin 7,7%, Sósíalistaflokkurinn 6,3%, Viðreisn 3,8% og Flokkur fólksins 2%. Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti núverandi stjórn haldið velli í komandi alþingiskosningum.

Miðað við landið allt fengi Sjálfstæðisflokkurinn 24,5%, Vinstri grænir 14,1%, Píratar 12,6%, Samfylkingin 11,2%, Framsóknarflokkurinn 10,4%, Viðreisn 9,1%, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn 6,7% og Flokkur fólksins 4,1% og næði ekki manni á þing.

Sjá nánari umfjöllun um þjóðarpúls Gallup hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga