Fréttir | 19. ágúst 2021 - kl. 11:56
Grunnverð hækkar um 5,5 prósent

Norðlenska og SAH Afurðir hafa gefið út sameiginlega afurðaverðskrá fyrir komandi sláturtíð en félögin hafa fengið heimild til að sameinast, eins og fram hefur komið í fréttum. Grunnverð í nýju verðskránni er 5,5% hærra að meðaltali fyrir dilka en grunnverð í verðskrá Norðlenska var á síðasta ári.

Breytingarnar á verðskránni eru helstar þær að álag á verðskrá í upphafi sláturtíðar verður lítillega breytt og samræmt milli félaganna. Notast er við sömu hlutföll milli gerðar og fituflokka og voru í verðskrá Norðlenska í fyrra. Hlutföllin er að einhverju leiti frábrugðin þeim sem voru í verðskrá SAH Afurða og er helsti munurinn sá að greitt er hærra verð fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2.

Sjá má verðskrá SAH Afurða hér og Norðlenska hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga