Við undirritun samningsins. Mynd: felahun.is
Við undirritun samningsins. Mynd: felahun.is
Fréttir | 20. ágúst 2021 - kl. 12:35
Sálfræðiþjónusta barna efld

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu nýverið tveggja ára samning um sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum sýslunnar og aukið samstarfi við barnavernd á svæðinu. Ester Ingvarsdóttir hefur starfað fyrir Félags- og skólaþjónustu A-Hún. síðastliðinn sex ár og hefur haft fasta viðveru í hverjum mánuði. Markmiðið með nýjum samningi er að efla sálfræðiþjónustu á svæðinu. Ester er nú með viðveru í allt að viku einu sinni í mánuði.

Á meðfylgjandi mynd er Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri, Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur og Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálastjóri við undirritun samnings.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga