Húnavallaskóli
Húnavallaskóli
Fréttir | 20. ágúst 2021 - kl. 12:45
Skólasetning Húnavallaskóla

Skólasetning grunnskóladeildar Húnavallaskóla verður þriðjudaginn 24. ágúst klukkan 13. Skólastjóri mun fara yfir upphaf skólaársins og þær breytingar sem verða á hópi starfsmanna og skipulagi skólaársins. Að því loknu taka umsjónakennarar á móti sínum nemendum í kennslustofum, afhenda stundarskrár og fara yfir fyrirkomulag kennslu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikdaginn 25. ágúst.

Á vef Húnavallaskóla kemur fram að ekki berði boðið upp á kaffi og kökur að þessu sinni. Fólk er beðið um að virða sóttvarnarreglur sem í gildi eru; handþvott, sprittun, grímunotkun og fjarlægðarmörk.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga