Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 23. ágúst 2021 - kl. 09:10
Samherjar lagðir í síðasta leik riðlakeppninnar

Kormákur/Hvöt mætti Samherjum  í Hrafnagili í Eyjafirði á laugardaginn þegar síðasta umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, 4. deild D-riðli var leikin. Fyrir leikinn var liðið búið að tryggja sig inn í úrslitakeppni 4. deildar og Samherjar áttu enga möguleika á að ná í slíkt sæti. Leikurinn einkenndist af því og var fátt um fína drætti og aðeins eitt mark skorað í leiknum.

Það var mark gestanna sem kom á 51. mínútu leiksins og markaskorarinn var Bjarki Már Árnason. Kormákur/Hvöt vann 12 leiki af 14 í riðlakeppninni, tapaði aðeins tveimur leikjum og gerði ekkert jafntefli. Árangurinn skilaði liðinu næst efsta sæti riðilsins en Vængir Júpíters hrepptu toppsætið og munaði einum sigur leik þar á milli.

Fyrstu leikur Kormáks/Hvatar í úrslitakeppninni fer fram laugardaginn 27. ágúst á Blönduósvelli klukkan 18. Mótherjarnir verða Álftanes sem sigraði C-riðilinn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga