Fréttir | 26. ágúst 2021 - kl. 11:45
Menningarminjadagar Evrópu í Byggðasafninu

Byggðasafnið á Reykjum í Hrútafirði tekur þátt í evrópskum menningarminjadögum í næstu viku. Áhersla þeirra er að kynna hverfandi menningararf og stuðla þannig að vitund og virðingu fyrir hefðum og kunnáttu sem brátt heyra sögunni til.

Fimmtudaginn 2. september klukkan 17:00 verður dagskrá á Reykjum sem ber yfirskriftina „Rekaviður - bátar og búsgögn“ en þar verður sjónum beint að rekavið, nýtingu og vinnubrögðum og vægi hans í búháttum Íslendinga um aldir. Aðgangur er ókeypis, sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Rekavidur-batar-og-busgogn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga