Fréttir | 27. ágúst 2021 - kl. 09:57
Helstu fjárréttir í Húnavatnssýslum

Bændablaðið hefur tekið saman og birt yfirlit um fjárréttir á landinu í haust, þar á meðal í Húnavatnssýslum. Listinn er eins og fyrri ár unninn með þeim hætti að leitað var til sveitarfélaga, ráðunauta og bænda um upplýsingar. Fjárréttir verða með öðrum brag en fyrri ár vegna heimsfaraldursins. Vegna smitvarna og fjöldatakmarkana eru allir hvattir til að kynna sér vinnulag á hverjum stað áður en haldið er til rétta.

Fram kemur á vef Bændablaðsins að villur geta slæðst inn í listann og eins getur veðrátta orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi.

Helstu fjárréttir má nefna Hamarsrétt, Miðfjarðarrétt, Auðkúlurétt, Undirfellsrétt, Stafnsrétt og Skrapatungurétt. Stærsti réttardagurinn á þessu hausti er laugardagurinn 5. september.

Fjárréttir í Húnavatnssýslum haustið 2021 í stafrófsröð.

Auðkúlurétt A.-Hún. laugard. 11. sept. kl. 8.00, seinni réttir mán. 27. sept. kl. 13.00
Beinakeldurétt, A.-Hún. sunnud. 5. sept. kl. 9.00, seinni réttir mán. 27. sept. kl. 13.00
Fossárrétt í A.-Hún. laugard. 11. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugard. 11. sept.
Hlíðarrétt/Bólstaðarhlíðarrétt, A.-Hún. laugard. 11. sept. kl. 16.00, seinni réttir sun. 19. sept. kl. 16.00
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugard. 4. sept. kl. 9.00
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugard. 18. sept.
Hvammsrétt í Langadal, A.-Hún. laugard. 4. sept.
Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugard. 11. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugard. 4. sept.
Rugludalsrétt í Blöndudal, A.-Hún. laugard. 4. sept. kl. 16.00
Skrapatungurétt, A.-Hún. sunnud. 12. sept. kl. 9.00, seinni réttir sun. 19. sept. kl. 11.00
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugard. 11. sept. kl. 8.30, seinni réttir lau. 18. sept. kl. 16.00
Sveinsstaðarétt, A.-Hún. sunnud. 12. sept. kl. 10.00, seinni réttir mán. 27. sept. kl. 9.00
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstud. 10. sept. kl. 13.00 og lau. 11. sept. kl. 8.00 og mán. 27. sept. kl. 11.00
Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún.  föstud. 10. sept. kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugard. 11. sept. kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 11. sept. kl. 13.00

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga