Sigri fagnað á heimavelli. Mynd: FB/aðdáendasíða Kormáks
Sigri fagnað á heimavelli. Mynd: FB/aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 28. ágúst 2021 - kl. 09:47
Álftanes sigrað á Blönduósvelli

Kormákur/Hvöt er í ágætum málum eftir sigur á Álftanesi í gær þegar fyrri leikur liðanna fór fram á Blönduósvelli í úrslitakeppni 4. deildar á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en heimamenn réðu gangi leiksins og voru líklegri til að skora. Fyrsta og eina mark leiksins kom svo loks á 76. mínútu þegar Sigurður Bjarni Aadnegard skoraði fyrir Kormák/Hvöt.

Miðað við frammistöðuna í leiknum í gær á Kormákur/Hvöt góða möguleika á að komast áfram í úrslitakeppninni. Liðið þarf jafntefli eða sigur á Álftanesi á þriðjudaginn þegar seinni leikurinn fer fram. Húnahornið biðlar til Húnvetninga á höfuðborgarsvæðinu að mæta á leikinn, sem hefst klukkan 19, og styðja liðið til sigurs.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga