Framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: hunathing.is
Framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 30. ágúst 2021 - kl. 10:51
Framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra

Mikill gangur er í framkvæmdum við viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra. Verkið er áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað, en fyrr á árinu var ákveðið að taka vestari hluta byggingarinnar í notkun nú við upphaf skólastarfs, að því er fram kemur á vef Húnaþings vestra. Í byrjun næstu viku verður mötuneytið og anddyrið tekið í notkun og síðar í mánuðinum verða tónlistarskólinn, frístund og skrifstofur stjórnenda tilbúnar.

Fjöldi iðnaðarmanna hefur verið við vinnu síðustu vikur og mánuði til að ná þessu markmiði sem nú sér fyrir endann á. Á vef Húnaþings vestra segir að tilhlökkun sé farin að búa um sig jafnt hjá nemendum og starfsfólki sem sjái fram á byltingu í aðstöðu og aðbúnaði. Síðar í haust verður íbúum sveitarfélagsins  boðið að skoða bygginguna og verður það auglýst sérstaklega.

Hér má sjá nokkrar myndir úr skólabyggingunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga