Veitt í Miðfjarðará Mynd: FB/midfjardaralodge
Veitt í Miðfjarðará Mynd: FB/midfjardaralodge
Fréttir | 02. september 2021 - kl. 14:51
Miðfjarðará orðin þriðja aflamesta áin

Miðfjarðará heldur áfram að skila rúmlega 90 löxum á viku og er áin nú orðin sú þriðja aflamesta á lista Landssambands veiðifélaga yfir aflamestu ár landsins. Alls hafa veiðst 1.309 laxar sem af er sumri en 2. september í fyrra höfðu veiðst 98 fleiri laxar eða 1.407. Víðidalsá er komin í 534 veidda laxa sem er 137 löxum meira en á sama tíma í fyrra. Laxá á Ásum stendur í 506 löxum, tæplega 100 löxum færra en á sama tíma í fyrra. Laxveiði í Blöndu hefur náð 418 löxum sem er fækkun um 57 laxa milli ára.

Veiði í Vatnsdalsá er komin í 327 laxa sem er svipuð veiði og á sama tíma í fyrra þegar hún stóð í 301 laxi. Hrútafjarðará og Síka hafa skilað 227 löxum sem af er sumri en stóð í 260 löxum á sama tíma í fyrra. Svartá er komin í 122 laxa en veiðst höfðu 144 laxar í ánni á sama tíma í fyrra.

Aflamestu laxveiðiár landsins eru Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár með 2.387 laxa og Eystri-Rangá með 2.218 laxa.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga