Bjarni, Einar “li og Ármann við nýja skjúkrabifreið á Blönduósi. Mynd: FB/Bjarni Jónsson
Bjarni, Einar “li og Ármann við nýja skjúkrabifreið á Blönduósi. Mynd: FB/Bjarni Jónsson
Fréttir | 03. september 2021 - kl. 09:35
Vill ljúka lagningu bundins slitlags á Blönduósflugvöll

„Tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu skiptir miklu fyrir búsetuöryggi. Þar gegnir sjúkraflug um Blönduósflugvöll lykilhlutverki fyrir íbúa í Húnavatnssýslum og þann fjölda fólks sem ferðast þar um,“ segir Bjarni Jónsson oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi á facebooksíðu sinni en hann heimsótti Blönduósbæ nýverið.

Bjarni segir að enn vanti að bundið slitlag sé lagt á flugbrautina og að slík framkvæmt gæti kostað nálægt 35 milljónum króna. „Það er ekki há fjárhæð miðað við hve mikið er í húfi.“

Bjarni segir á facebooksíðu sinni að hann hafi skoðað aðstæður og rætt frekari úrbætur á Blönduósflugvelli með sjúkraflutningamönnunum Einari Óla og Ármanni, Sigurgeiri formanni byggðaráðs á Blönduósi og þremur öðrum frambjóðendum VG af svæðinu.

„Ekki er langt síðan aðflugsljós voru löguð og komið upp GPS kerfi til að auðvelda flug um völlinn. Það er vel, en til að klára verkið svo Blönduósflugvöllur geti gegnt öryggis hlutverki sínu fyrir svæðið, þarf að ljúka lagningu bundins slitlags á Blönduósflugvöll. Þann slag er ég klár í að taka með heimamönnum,“ segir Bjarni Jónsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga