Markinu fagnað í Hveragerði. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Markinu fagnað í Hveragerði. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 04. september 2021 - kl. 09:34
Jafntefli í Hveragerði

Kormákur/Hvöt gerði 1-1 jafntefli við Hamar í Hveragerði í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 4-liða úrslitum 4. deildar á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Seinni leikurinn fer fram á Blönduósvelli á þriðjudaginn. Mark Kormáks/Hvatar kom í fyrri hálfleik en það gerði Hilmar Þór Kárason. Mark heimamanna kom í uppbótartíma leiksins.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks hefðu gestirnir að norðan getað aukið forystu sína í leiknum þegar þeir fengu víti en það fór forgörðum. Leikurinn allur einkenndist af mikilli baráttu þar sem hvorugt liði vildi gefa eftir. Alls fóru tíu gul spjöld á loft.

Leikurinn á Blönduósvelli á þriðjudaginn hefst klukkan 17.

Leikur hinna tveggja liðanna í 4-liða úrslitum, HK og Vængja Júpíters endaði líka með 1-1 jafntefli.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga