Lognþoka
Lognþoka
Fréttir | 05. september 2021 - kl. 10:46
Sigurður H. með nýja skáldsögu

Þann 1. september síðastliðinn kom út hjá Bókaútgáfunni Merkjalæk skáldsagan „Lognþoka“ eftir Sigurð H. Pétursson. Bókin er kilja og 207 blaðsíður. Sögusviðið er það sama og í fyrri bókum höfundar, „Út í nóttina“ og „Innbrotið,“ afskekkt hérað á Norðurlandi, Sandvík og sveitirnar í kring. Sagan hefst í Fellaskóla.

Þar virðist eitthvað dularfullt hafa gerst, einn kennarinn hættir að mæta til vinnu og virðist reyndar hafa gufað upp. Í fyrstu finnst Láka löggu sem málið heyri ekki undir hann. Það breyttist þó fljótlega. Fyrstu dagar sögunnar einkennast af niðaþoku sem sagan dregur nafn sitt af. Þokan gerir málið en snúnara svo ekki sé talað um svör konunnar, þegar skólastjórinn hringir í hana, sem eru vægast sagt mjög undarleg.

Sigurður H. Pétursson er fyrrverandi héraðsdýralæknir í Austur-Húnavatnssýslu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga