Tilkynningar | 06. september 2021 - kl. 14:22
Félags- og tómstundastarf að Þverbraut 1
Tilkynning

Kæri íbúi/íbúar.

Við bjóðum þér (ykkur) í félags og tómstundastarf að Þverbraut 1.

Starfsemin hefst 9. september og verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl.: 13:30 - 16:30.

Athugið breyttur opnunartími, einnig verður handavinna og spil á sama tíma (til prufu).

Engin skylda er að spila eða gera handavinnu gott er líka að koma og spjalla hitta aðra og rjúfa félagslega einangrun.

Akstur er í boði fyrir iðkendur á 540 svæðinu.

Vinsamlegast hringið fyrir hádegi sama dag og óskað er eftir akstri í

Jón Ragnar Gíslason gsm 864 9133.

ATH góð þjónusta er fyrir hjólastóla.

Hægt verður að spila bridge, lomber, vist, tefla o.fl.

Erum með skjólstæðing hjá okkur sem hefur sína dægrastyttingu á því að vinda upp garndokkur í starfinu. Viljum við því leita til ykkar hvort þið hafið garn afganga eða nýjar dokkur/hespur. Passað er upp á að allir miðar séu aftur settir á réttar garndokkur. Sæki til ykkar á 540 svæðinu, einnig má koma með til okkar að Þverbraut 1 á opnunartíma, senda tölvupóst á sisab@blonduos.is eða hringja í síma 455 4785..

Ýmsar garntegundir á lager hjá okkur. Opið á opnunartíma að Þverbraut 1.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga