Hópur sjúkraflutningsfólks á Blönduósi. Ljósm: Einar Óli Fossdal
Hópur sjúkraflutningsfólks á Blönduósi. Ljósm: Einar Óli Fossdal
Fréttir | 06. september 2021 - kl. 19:33
Nýr og glæsilegur Mercedes Benz Sprinter sjúkrabíll hjá HSN á Blönduósi

Sjúkraflutningsfólk Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hefur tekið í notkun glænýjan Mercedes Benz Sprinter sjúkrabíl. Bíllinn er búinn besta og nýjasta búnaði sem þörf er á og er hann einn af 25 sjúkrabílum sem komið hefur til landsins á síðustu vikum.

Starfsfólkið er að sjálfsögðu ánægð með þennan flotta og vel útbúna bíl en það kemur ansi oft fyrir að fara þarf langar leiðir með sjúklinga HSN. “Það er óhætt að óska öllum í Austur-Húnavatnssýslu til hamingju með þennan glæsilega bíl en hann verður svo formlega sýndur á 112 deginum þann 11. febrúar á næsta ári” sagði Einar Óli Fossdal sjúkraflutningsmaður á Blönduósi.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá flest starfsfólk sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga