Fréttir | 07. september 2021 - kl. 15:58
Allir á völlinn í dag
Mikilvægur leikur á Blönduósvelli

Kormákur/Hvöt tekur á móti Hamri frá Hveragerði á Blönduósvelli í dag klukkan 17. Um er að ræða seinni leikinn í 4-liða úrslitum í úrslitakeppni 4. deildar á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Úrslit leiksins ráða því hvort Kormákur/Hvöt spilar í 3. deild að ári eða verður áfram í sömu deild, 4. deild. Allir Húnvetningar og aðrir stuðningsmenn eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja við liðið.

Fyrri leikurinn, sem fram fór í Hveragerði síðastliðinn föstudag, endaði með jafntefli 1-1 svo góðar líkur eru á því að Kormákur/Hvöt komist upp um deild.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga