Sigri fagnað eftir leikinn. Mynd: Aðdáendasíða Kormáks.
Sigri fagnað eftir leikinn. Mynd: Aðdáendasíða Kormáks.
Fréttir | 07. september 2021 - kl. 21:14
Kormákur/Hvöt upp um deild eftir sigur á Hamri

Kormákur/Hvöt er komið upp í 3. deild eftir sigur á Hamri í úrslitakeppninni 4. deildar á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 1-1 í Hveragerði og leikurinn í kvöld, sem fram fór á Blönduósvelli, endaði með 1-0 sigri heimamanna. Akil Rondel Dexter De Freitas skoraði markið í seinni hálfleik.

Kormákur/Hvöt lék einum manni færri frá 83. mínútu eftir að Sigurður Bjarni Aadnegard fékk að líta sitt annað gula spjald. Báðir leikirnir voru jafnir og spennandi enda liðinn áþekk. Liðsmenn Kormáks/Hvatar voru þó ívið sterkari og úrslitin því sanngjörn. 

Úrslitaleikurinn um sigur í 4. deild fer fram laugardaginn 11. september klukkan 14. Í þeim leik mætast Kormákur/Hvöt og Knattspyrnufélagið Hlíðarendi (KH) sem vann Vængi Júpíters samanlagt 3-1.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga