Fréttir | 08. september 2021 - kl. 08:06
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Þann 13. ágúst sl. hófst utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til Alþingis sem fram fara laugardaginn 25. september nk.

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir:

  • Sveitarfélaginu Skagaströnd, á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 virka daga, hjá Alexöndru Jóhannesdóttur skipuðum kjörstjóra, eða Arnóri Tuma Finnssyni til vara.
  • Húnaþingi vestra, á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, kl. 12:00 – 16:00 virka daga, hjá Guðmundi Jónssyni skipuðum kjörstjóra, eða Gunnari Rögnvaldssyni til vara.

Þriðjudaginn 21. september og fimmtudaginn 23. september nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi og í sýsluskrifstofu á Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á skrifstofunum frá 13:00 – 15:00. Aðrir kjörstaðir skv. framangreindu munu auglýsa sérstaklega komi þar til aukins opnunartíma.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en þriðjudaginn 21. september 2021 kl. 16:00.

Kosið verður á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra innan umdæmisins í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar á hverjum stað.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.

Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga