Réttað verður í Auðkúlurétt á laugardaginn
Réttað verður í Auðkúlurétt á laugardaginn
Fréttir | 08. september 2021 - kl. 10:10
Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta

Gefnar hafa verið út sóttvarnaleiðbeiningar vegna gangna og rétta. Stór réttarhelgi er framundan í Húnavatnssýslu um helgina. Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út almenna undanþágu varðandi fjöldatakmörk í réttum á öllu landinu á grundvelli þess að um kerfislega og efnahagslega mikilvæga starfsemi sé að ræða og verða fjöldatakmarkanir því miðaðar við 300 manns en ekki 200 eins og almennt tíðkast.

Ef ekki er hægt að tryggja framkvæmd gangna og rétt miðað við 300 manns þarf að sækja um undanþágu. Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 300 manns. Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar. Eins metra fjarlægðartakmörk eru innan dyra.

Sjá nánar um leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga