Fréttir | 22. september 2021 - kl. 12:17
Fjöldi umsókna í Vaxtarrými

Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými en umsóknarfrestur rann út 20. september síðastliðinn. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpunarverkefna innan starfandi fyrirtækja á Norðurlandi. Áhersla hraðalsins er sjálfbærni, matur, vatn og orka. Fimmtungur umsókna koma frá Austur-Húnavatnssýslu en flestar koma þær frá Norðurlandi eystra.

Verið er að fara yfir umsóknir og meta hvaða verkefni falla best að áherslum hraðalsins. Þátttökuteymin verða kynnt mánudaginn 27. september. Hraðalinn hefst 4. október og stendur yfir til 26. nóvember. 

Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.nordanatt.is og á vef SSNV.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga