Fréttir | 23. september 2021 - kl. 12:09
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir:
 

Blönduósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00. Fimmtudaginn 23. september er opið til kl. 19:00.

Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00. Fimmtudaginn 23. september er opið til kl. 19:00.

Á kjördag verður opið á báðum skrifstofum embættisins frá kl. 13:00 – 15:00.

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir:

Sveitarfélaginu Skagaströnd, á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 virka daga.

Húnaþingi vestra, á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, kl. 12:00 – 16:00 virka daga en til 19:00 fimmtudaginn 23. september.

Fimmtudaginn 23. september kl. 12:00 eru 562 kjósendur búnir að kjósa utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga