Fréttir | 23. september 2021 - kl. 12:25
Kjörfundur vegna kjörs til Alþingis laugardaginn 25. september 2021
Tilkynning frá kjörstjórn Blönduósbæjar

Kjörstaður á Blönduósi verður í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Gengið inn frá Melabraut.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 22:00.

Skylt er að framvísa skilríkjum sé þess óskað.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Sýslumannsins á Norðurlandi vestra að Hnjúkabyggð 33 til 25. september. Kosið er á opnunartíma skrifstofunnar frá kl. 9:00 til 15:00 alla virka daga nema 21. og 23. september en þá er opið til kl. 19:00. Á kosningadaginn sjálfan þann 25. september er opið frá kl. 13:00 til kl. 15:00.

Kjörskrá Blönduósbæjar liggur frammi á skrifstofu bæjarins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi á afgreiðslutíma til kjördags.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga