Frá Húnavöllum
Frá Húnavöllum
Fréttir | 25. september 2021 - kl. 23:46
Meirihluti íbúa Húnavatnshrepps vill sameiningarviðræður við Blönduósbæ

Meirihluti íbúa í Húnavatnshreppi vill að sameiningarviðræður fari fram á milli Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar. Samhliða alþingiskosningunum í dag fór fram skoðanakönnun á vegum sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. Spurt var: Vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Alls tóku 227 íbúar þátt í skoðanakönnuninni eða um 75% þeirra sem voru á kjörskrá og sögðu 147 JÁ eða 65% og 76 sögðu NEI eða 34%.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga