Nýi skálinn. Mynd: hunavatnshreppur.is
Nýi skálinn. Mynd: hunavatnshreppur.is
Fréttir | 27. september 2021 - kl. 15:39
Nýr og glæsilegur gangnamannaskáli á Grímstunguheiði

Í sumar var reistur nýr gangnamannaskáli við Gedduhöfða á Grímstunguheiði. Skálinn er rétt um 500 fermetrar að stærð, samansettur úr tíu skálaeiningum með 29 gistiherbergjum, salernum, sturtum, matsal og eldhúsaðstöðu. Einnig var reist nýtt hesthús sem er um 120 fermetrar að stærð. Gistipláss í skálanum er fyrir 60 manns og hesthúsið er fyrir um 70 hross.

Húnavatnshreppur, ásamt bændum innan fjallskiladeildar Grímstungu- og Haukagilsheiða, reistu skálann og kemur hann í stað Öldumóðuskála og Álkuskála.

Á vef Húnavatnshrepps má sjá myndasyrpu af framkvæmdunum í sumar.

Skálinn komst í fréttirnar fyrr í þessum mánuði þegar gangnamenn voru að smala fé af Grímstunguheiði fyrir réttir í Vatnsdal og vakti þá athygli að hann var eins og skemmtistaður, með diskóljós og krapvél.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga