Fréttir | 28. september 2021 - kl. 11:50
Húnavatnshreppur skipar samstarfsnefnd um sameiningu

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur skipað Jón Gíslason, Ragnhildi Haraldsdóttur og Þóru Sverrisdóttur í samstarfsnefnd sem kanna á möguleika á sameiningu Húnavatnshrepps við Blönduósbæ. Stefnt er að því að samstarfsnefnd skili áliti sínu til sveitarstjórna í nóvember með það fyrir augum að kynning tillögunnar hefjist í desember og að kjördagur verði í janúar 2022.

Samstarfsnefndinni er einnig falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma. Nefndin er skipuð í kjölfar niðurstöðu skoðanakönnunar sem sveitarstjórn gerði fyrir íbúa Húnavatnshrepps þar sem um 65% þeirra lýstu sig fylgjandi sameiningarviðræðum við Blönduósbæ.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga