Fréttir | 20. október 2021 - kl. 15:21
Fjörutíu milljónir í sameiningarvinnu

Heildarkostnaður vegna vinnu við fyrirhugaða sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu árin 2018-2021 nam rúmum 39,5 milljónum króna. Jöfnunarsjóður sveitarfélag greiðir megnið af kostnaðinum eða 36,1 milljón. Afganginn, tæpar 3,5 milljónir, greiða sveitarfélögin fjögur og skiptist eftir íbúafjölda.

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá því í dag en þar var lagt fram uppgjör vegna sameiningarviðræðna Sveitarfélagsins Skagastrandar, Skagabyggðar, Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar. Fram kemur að hlutur Skagastrandar í kostnaðinum nemur 857.905 krónur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga