Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. október 2021 - kl. 09:37
Auka á umferðaröryggi á Skagastrandarvegi á Skagaströnd

Vegagerðin hefur gert tillögur að úrbótum á Skagastrandarvegi á Skagaströnd og voru þær lagðar fram á sveitarstjórnarfundi Skagastrandar í gær. Tillögurnar hafa það að markmiði að auka umferðaröryggi á veginum um þéttbýlið. Miðað þær að því að bæta öryggi óvarinna vegfarenda og að hámarkshraði sé virtur. Í þeim er lögð áhersla á mikilvægi þess að hafa fáar en vel útfærðar og staðsettar gönguþveranir og tengingar við veg.

Í kjölfar þess að sveitarstjórn óskaði eftir úrbótum á Skagastrandarvegi fór Vegagerðin í vettvangsferð í vor til þess að framkvæma úttekt á svæðinu en hún varð svo forsendan að tillögunum.

Sveitarstjórn fór yfir tillögurnar í gær og fagnar því að úttektin hafi verið framkvæmd þar sem brýn þörf sé á úrbótum. Sveitarstjóra var falið að vinna málið áfram með Vegagerðinni.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga