Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Fréttir | 21. október 2021 - kl. 16:18
Lagt til að prestaköll sameinist í Húnaþingi

Á kirkjuþingi, sem hefst um helgina, liggur fyrir tillaga um hagræðingu í mannahaldi þjóðkirkjunnar og eru m.a. lagðar til breytinga á prestakallaskipan. Á meðal breytinga er tillaga um að Melstaðar-, Hvammstanga-, Skagastrandar- og Þingeyraprestaköll sameinist í eitt prestakall þar sem sóknarprestur og tveir prestar þjóna. Það myndi þýða fækkun um eitt stöðugildi.

Þá liggur fyrir tillaga um að tímabundin stöðvun nýráðninga til starfa hjá Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verði framlengd. Í greinargerð með tillögunni segir að mikill hallarekstur hafi verið hjá þjóðkirkjunni árið 2020 og að fyrirsjáanlegt sé að svo verði áfram, verði ekkert að gert.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga