Eydís fyrir utan Royal Albert Hall í London
Eydís fyrir utan Royal Albert Hall í London
Fréttir | 26. október 2021 - kl. 15:27
Eydís Evensen spilaði í Royal Albert Hall á dögunum

Eydís Helena Evensen tónskáld og píanóleikari spilaði nýverið í Royal Albert Hall ásamt strengjakvartett, en hún frumflutti þar meðal annars verk af nýútkominni plötu sinni BYLUR sem kom út á þessu ári. Bylur kom út á vegum XXIM Records sem er í eigu alþjóðlega fyrirtækisins Sony Masterworks. Platan var tekin upp í Greenhouse Studios í Reykjavík en upptökum stjórnaði Blönduósingurinn Valgeir Sigurðsson

Eydís er fædd og uppalin á Blönduósi en hún er dóttir hjónanna Þorvaldar Evensen og Charlottu Maríu Evensen. Eydís gekk í Grunnskólann á Blönduósi og stundaði m.a. nám við Tónlistarskóla A-Hún. í nokkur ár.

Eydís er þessa stundina stödd í París, þar sem hún undirbýr sig fyrir komandi tónleika en þar mun hún hita upp fyrir Damon Albarn en tónleikarnir eru á vegum ARTE sjónvarpstöðvarinnar.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga