Fréttir | 27. október 2021 - kl. 14:58
Faraldurinn í sókn

Nýgengi kórónuveirusmita innanlands er nú 241,3 á hverja 100 þúsund íbúa og er faraldurinn í sókn. Samkvæmt vefsíðunni covid.is er einn einstaklingur í einangrun á Norðurlandi vestra og 19 í sóttkví. Í gær greindust 84 smit innanlands hér á landi og þar af voru 35 í sóttkví við greiningu. Nú eru 797 í einangrun , sem er fjölgun um 20 frá því í gær. 1.874 eru í sóttkví.

561 er í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu sem eru 27 fleiri en í gær. Á Suður­landi eru 58 í ein­angr­un og 57 á Suður­nesj­um. Á Norður­landi eystra eru 46 í ein­angr­un, sem eru 8 færri en í gær, og á Vest­ur­landi eru 42 í ein­angr­un.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga