Frá fundi eldri borgara á Blönduósi
Frá fundi eldri borgara á Blönduósi
Fréttir | 28. október 2021 - kl. 09:20
Fundur eldri borgara vel sóttur
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi

Fundur eldri borgara sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi var vel sóttur og skemmtilegur. Formaður landssambands eldri borgara, Helgi Pétursson, var gestur fundarins og sagði hann frá starfi sambandsins og áhersluatriðunum fimm sem samþykkt voru á Landsfundi  LEB síðastliðið vor, og áður hafa verið kynnt. 

Helgi sagði á skemmtilegan hátt frá starfi LEB og mikilli vinnu við að ná eyrum ráðamanna  og einnig frá málaferlum Gráa hersins gegn ríkinu vegna skerðinga lífeyrir almannatrygginga, en fyrirtaka í málinu verður á morgun 29. október og þá verður útifundur á Lækjartorgi kl. 14.00 þar sem vakin verður athygli á baráttumálum eldra fólks.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga