Blönduós
Blönduós
Fréttir | 03. nóvember 2021 - kl. 15:57
Íbúum Blönduóss fækkar

Íbúum Blönduóss hefur fækkað um 27 frá tímabilinu 1. desember 2020 til 1. nóvember síðastliðinn eða um 2,8%. Íbúum í Húnavatnshreppi hefur fjölgað um 14 á sama tímabili eða um 3,8% og á Skagaströnd hefur fjölgað um tvo íbúa eða um 0,4%. Íbúum í Húnaþingi vestra hefur fjölgað um 11 eða 0,9% en það fækkar um einn íbúa í Skagabyggð.

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá var íbúafjöldi á Norðurlandi vestra þann 1. nóvember síðastliðinn 7.426 og fjölgaði íbúum landshlutans um 14 frá 1. desember 2020. Mest er fjölgunin í Sveitarfélaginu Skagafirði eða um 19 íbúa. Íbúum í Húnavatnssýslum fækkaði um einn íbúa á sama tímabili, fjöldinn fór úr 3.112 í 3.111. 

Íbúafjöldi á Blönduósi þann 1. nóvember síðastliðinn var 930. Á Skagaströnd var fjöldi íbúa 477, í Skagabyggð 91, í Húnavatnshreppi 383 og í Húnaþingi vestra 1.230.

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum. Hlutfallslega var fjölgunin mest  á Suðurlandi eða um 3,2% og á Suðurnesjum um 2,5%. Hlutfallslega minnsta fjölgunin var á Norðurlandi vestra eða um 0,2%.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga