Menntabúðir í Höfðaskóla. Mynd: hofdaskoli.is
Menntabúðir í Höfðaskóla. Mynd: hofdaskoli.is
Fréttir | 04. nóvember 2021 - kl. 14:49
Menntabúðir í Höfðaskóla

Nemendur í Höfðaskóla á Skagaströnd héldu menntabúðir á þriðjudaginn fyrir gesti skólans. Í þeim miðluðu nemendur í 1.-10. bekk hugmyndum sínum og reynslu með því að sýna, sjá og ræða saman. Á vef Höfðaskóla kemur fram að mæting í menntabúðirnar hafi verið frábær og að stuðningur og áhugi á skólastarfinu skipti alla máli.

Á vef skólans segir:

„Mikil þekking og reynsla í upplýsingatækni og tækniþróun er til staðar hjá nemendum Höfðaskóla eins og sjá mátti á þeim tæplega 40 stöðvum sem nemendur í 1.-10. bekk settu upp og í gær [þriðjudaginn] og fögnum við því tækifæri að geta deilt hugmyndum og reynslu með því að sýna, sjá og ræða saman. Tæknin gerir skólastarfið fjölbreyttara og þau verkfæri og þekking sem hlotnast er oft mögnuð.“

Á vef skólans má einnig sjá myndir frá menntabúðunum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga