Húnavellir. Mynd: hunvetningur.is
Húnavellir. Mynd: hunvetningur.is
Fréttir | 05. nóvember 2021 - kl. 10:49
Nýr starfshópur um stofnun umhverfisakademíu

Samstarfsnefnd Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps um sameiningu sveitarfélaganna hefur skipað nýjan starfshóp um stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum. Í honum sitja Einar Kristján Jónsson sem er formaður, Magdalena Berglind Björnsdóttir, Magnús B. Jónsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir.

Samstarfsnefndin ákvað að endurverkja verkefnið um umhverfisakademíuna en það hófst í tengslum við sameiningarviðræður sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að finna húsnæðinu á Húnavöllum nýtt hlutverk og gæti umhverfisakademía verið eitt þeirra verkefna.

Hugmyndin byggir á því mati að það sé í raun engin skóli á Íslandi sem marki sér þá sérstöðu að vera umhverfisfræðsluskóli þótt víða sé hægt að finna greinar á sviði umhverfisfræða í námskrám háskólanna.

 Hér má lesa skýrslu um umhverfisakademíu á Húnavöllum sem birt var í apríl á þessu ári.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga