María “lafs. Ljósm. Facebook síða Löðurs
María “lafs. Ljósm. Facebook síða Löðurs
Fréttir | 08. nóvember 2021 - kl. 19:53
Hljómsveitin Löður sendir frá sér sína fyrstu ballöðu

Hljómsveitin Löður sendi á dögunum frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið „Þér fylgja englar“, en dúettinn skipa þau María Ólafsdóttir söngkona og Einar Örn Jónsson betur þekktur sem Einar Örn í hljómsveitinni Í svörtum fötum. María og Einar eru bæði brottfluttir Blönduósingar en á Blönduósi ólust þau upp og kynntust tónlistinni þar í bæ.

Haft er eftir Einari í netheimum að Löður hyggist senda frá sér nýjar ballöður á næstu misserum og ætlar hljómsveitin að halda tónleika þar sem spilaðar verða bestu ballöður allra tíma. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Gunnar Leó Pálsson sem spilar á trommur, Friðrik Sturluson á bassa og Davíð Sigurgeirsson á gítar.

Hægt er að hlusta á nýja lagið á streymisveitunni You Tube https://www.youtube.com/watch?v=9DhXqnKteCY.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga