Staðan 11.11.2021. Mynd: AST Norðurland vestra
Staðan 11.11.2021. Mynd: AST Norðurland vestra
Fréttir | 12. nóvember 2021 - kl. 08:14
16 í einangrun vegna COVID-19

Samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra, sem sett var á Facebook í gær, eru 16 í einangrun í landshlutanum vegna COVID-19 og 22 eru í sóttkví. Samkvæmt meðfylgjandi mynd eru einstaklingar í einangrun  í flestum póstnúmerum landshlutans.

Í gær greindust 200 með kórónuveiruna á landinu og daginn þar áður 178 en um metfjölda smita er að ræða. Í gær voru 77 í sóttkví við greiningu. Átján eru nú á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu. Nýgengi innanlandssmita stendur nú í 445,1 og hefur aldrei verið hærra.

Heilbrigðisráðherra er komin með nýtt minnisblað sóttvarnarlækni og verður það rætt í ríkisstjórn í dag. Búast má við að hertar aðgerðir verði boðaðar fyrr en seinna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga